Mánudaginn 3. október 2016 kl: 1700 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 17. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar og Jón
1. Kjörskrárstofn vegna alþingiskosninga 29.10.2016.
Farið yfir kjörskrárstofn og sveitastjóra falið að ganga frá kjörskrá og leggja fram.
2. Frístundastyrkir
Hreppsnefnd stefnir að greiðslu frístundastyrkja vegna grunnskólanemenda skólaárið 2016/2017, sveitarstjóra falið að vinna að útfærslu í samráði við Grunnskólann og foreldra.
3. Fundargerðir:
a. HAUST 21.09.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Hafnarsamband Íslands 19.09.2016, lögð fram til kynningar.
c. Félagsmálanefnd 21.09.2016, lögð fram til kynningar.
d. Skipulags og bygginganefnd 30.09.2016, fyrir nefndinni lá beiðni um undanþágu á stærð lyftu í fyrirhuguðu þjónustuhúsi við bátahöfnina. Fundargerðin rædd og samþykkt.
4. Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdir, farið yfir verksamning við Héraðsverk vegna viðgerðar á Hólmagarði. Unnið að viðgerð á stígum í Álfaborginni.
Fundi slitið kl. 18.30
Jón Þórðarson
Ritaði