Mánudaginn 19. september 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 16. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón
1. Að vera valkostur, fulltrúar starfshóps mæta á fundinn
Ásta Hlín og Óttar Már mættu á fundinn, og gerðu grein fyrir vinnu hópsins.
2. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2016/2017
Hreppsnefndin samþykkir að sækja um byggðakvóta 2016/2017
3. Bréf
a. Míla, bréf til sveitarfélaga um ljósleiðaravæðingu.
Kynning á starfsemi Mílu. Ákveðið að hafa samband við Mílu og biðja um upplýsingar um stofnlagnir og lagningu ljósleiðara í þéttbýli á Borgarfirði.
b. Íbúðalánasjóður, framkvæmd laga um almennar íbúðir.
Kynning frá Íbúðalánasjóði.
c. Umhverfisstofnun, eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa.
Athugasemd við að hvata vanti til að úrgangur frá fiskiskipum skili sér í land.
d. Innanríkisráðuneyti, utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga. Sama fyrirkomulag og áður.
4. Fundargerðir
a. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 5.09.16
Boð á aðalfund.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 02.09.2016, lögð fram til kynningar
c. Minjasafn Austurlands 30.08.2016, fundargerð og tillaga að fjárhagsáætlun.
5. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um byggingu við höfnina. Tjaldsvæði þarfnast úrbóta fyrir næsta sumar. Álfaborg: rætt um lagfæringu stíga.
Fundi slitið kl. 19.15
Ásbrún 2, fjögurra herbergja íbúð er til leigu, umsóknarfrestur 10. okt. Núverandi leiga kr. 69.461
Jón Þórðarson
Ritaði