Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 05. september 2016

Mánudaginn 5. september 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 15. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón. Björg Björnsdóttir fulltrúi SSA mætti til að kynna málefni aðalfundar.

1. Kjörstjórnarlaun, ákveðin kr. 50.000 vegna kosninga á árinu.

2. Bréf
a. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, félagið undirbýr útgáfu bókar eftir Sigurð Óskar Pálsson. Hreppsnefndin samþykkir að styrkja útgáguna með kaupum á fimm eintökum.
b. Bændasamtökin fjallskil.
Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar.

3.Fundargerðir
a. Skipulags og bygginganefnd 30.08.2016
Umbreytingar á aðalskipulagi: Hreppsnefndin samþykkir að vinna áfram að tillögu að breytingu á aðalskipulagi á grundvelli skipulagslýsingarinnar.
Deiliskipulag við Bálahöfnina: Hreppsnefndin samþykkir að vinna áfram að tillögu að deiliskipulagi á grundvelli skipulagslýsingarinnar.
Brautarholt: Óskað hefur verið eftir nýrri mælingu á lóð við Brautarholt.
b. SSA 18.-19. ágúst 2016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Brunavarnir 23.08.16
Lögð fram til kynningar.
d. Félagsmálanefnd 23.ágúst 2016
Lögð fram til kynningar
e. Hafnarsamband Íslands 16.08.16
Lögð fram til kynningar

f. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 4.08.16
Lögð fram til kynningar


2. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um framkvæmdir við höfnina lagfæringu stíga við Álfaborgina. Rætt um búsetu og atvinnumál en þetta verður dagsrármál á næsta fundi.



Fundi slitið kl. 19.00

Jón Þórðarson
Ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?