Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

14. fundur 02. ágúst 2016

Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 14. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, vék af fundi 17:20, Arngrímur Viðar, og Jón.


1. Fjallskil 2016
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipa gangnastjóra, jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða gangnadaga.
Sveitarstjóra falið í samráði við fjallskilastjóra að skipuleggja göngur í Loðmundarfirði.

2. Bréf
a. Íbúðalánasjóður: Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir. Hreppsnefnd samþykkir að vinna að umsókn um t.d. eitt parhús sem fellur að áherslum í þessu nýja kerfi.

3. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um flutning skólastjóra á staðinn. Framkvæmdir við höfnina hefjast með haustinu annars vegar endurgerð Hólmagarðsins og hins vegar framkvæmdir við bílastæði og lóð þjónustuhúss.



Fundi slitið kl. 18.10

Jón Þórðarson
ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?