Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 14. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, vék af fundi 17:20, Arngrímur Viðar, og Jón.
1. Fjallskil 2016
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipa gangnastjóra, jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða gangnadaga.
Sveitarstjóra falið í samráði við fjallskilastjóra að skipuleggja göngur í Loðmundarfirði.
2. Bréf
a. Íbúðalánasjóður: Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir. Hreppsnefnd samþykkir að vinna að umsókn um t.d. eitt parhús sem fellur að áherslum í þessu nýja kerfi.
3. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um flutning skólastjóra á staðinn. Framkvæmdir við höfnina hefjast með haustinu annars vegar endurgerð Hólmagarðsins og hins vegar framkvæmdir við bílastæði og lóð þjónustuhúss.
Fundi slitið kl. 18.10
Jón Þórðarson
ritaði