Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 07. júlí 2016

Fmmtudaginn 7. júlí 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar á árinu í Hreppsstofu, fundurinn er aukafundur. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar og Jón. Í upphafi fundar kom María Ásmundsdóttir Shako umsækjandi um stöðu skólastjóra til viðtals við hreppsnefnd.

1. Ráðning skólastjóra.
Síðastliðið vor var auglýst staða skólastjóra í samreknum grunn- og leikskóla Borgarfjarðar. Upphaflega var umsóknarfrestur til 10. maí, fresturinn var tví framlengdur síðast til 4. júlí. Þrjár umsóknir bárust áður en lokafrestur rann út, frá Kristínu Amalíu Atladóttur, Drífu Lind Harðardóttur og Maríu Ásmundsdóttur Shanko.
Við mat umsókna vísar hreppsnefnd til laga um grunnskóla frá 2008 nr.91 og laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla frá 2008 nr. 87. Einnig hefur hreppsnefnd til hliðsjónar minnisblað Sambands ísl. Sveitarfélaga „Varðar starfsmannamál grunnskóla“ frá sept. 2008 uppfært mars 2009.
Kristín Amalía Atladóttir hefur ekki leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi og þyrfti því undanþágu til að gegna starfinu, hinir umsækjendurnir voru boðaðir til viðtals hjá hreppsnefnd Drífa Lind Harðardóttir kom á fund nefndarinnar þann 4. júlí og María Ásmundsdóttir Shanko í dag. Síðar töldu umsækendurnir uppfylla hæfniskröfur. Með vísan til 20. gr. laga laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla frá 2008 nr. 87. skal við mat, taka tillit til menntunar, starfsreynslu og umsagna við ráðningu í starfið.
Að teknu tiliti til þessa metur hreppsnefnd að María Ásmundsdóttir Shako hafi breiðari starfsreynslu til að takast á við stjórnun samrekins grunn- og leikskóla Borgarfjarðar og bíður henni starfið.



Fundi slitið kl. 19.00

Jón Þórðarson
ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?