Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

12. fundur 04. júlí 2016

Mánudaginn 4. júlí 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón. Í upphafi fundar kom Drífa Lind Harðardóttir umsækjandi um stöðu skólastjóra til viðtals við hreppsnefnd.

1. Erindi vegna hraðaaksturs í þorpinu.
Sveitarstjóra falið að fara yfir bættar merkingar og aðrar aðgerðir til hraðatakmörkunar með Vegagerðinni.
2. Erindi vegna brúarinnar yfir Fjarðará í Loðmundarfirði.
Ferðamálahópur Borgarfjarðar og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sækja um styrk til úrbóta á brúnni yfir Fjarðará í Loðmundarfirði. Hreppsnefnd samþykkir að styrkja verkefnið með tækja og vinnuframlagi allt að kr. 150.000.
3. Erindi vegna Borgarfjarðarflugvallar.
Áhugamenn um flug m.a. í Flugklúbbi Austurland hafa áhyggjur af framtíð Flugvallarins á Borgarfirði. Hreppsnefnd tekur undir þessar áhyggjur enda er vilji hreppsnefndar að flugvellinum verði haldið við. Sveitarsrjóra falið að afla upplýsinga um málið frá Ísavia.
4. Fulltrúi á aðalfund SSA 7-8 okt.
Fulltrúi verður Jakob Sigurðsson, Jón Þórðarson til vara.
5. Bréf
a. Ferðamálastofa, ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks. Hreppsnefnd mun leita til Ferðamálahóps Borgarfjarðar um aðkomu að þessu verkefni.
b. Hafnarsamband Íslands, boðun á hafnarsambandsþing 2016 á Ísafirði. Sveitarsjóri verður fulltrúi.
c. Skipulagsstofnun, landsskipulagsstefna 2015-2026.
Erindið sent skipulag og bygginganefnd.
d. Verkís, fyrirhugað deiliskipulag vegna vatnsverksmiðju, bréfið lagt fram til kynningar.
6. Fundargerðir:
a. SSA 23.06.16, lögð fram til kynningar.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 24.06.2016, lögð fram til kynningar.
c. Skólanefnd Grunnskóla Borgarfjarðar 28.06.2016, kennsluáætlun lögð fram ásamt skóladagatali 2016- 2017. Hreppsnefnd samþykkir áætlunina og tekur fram að frístund yngri barna og aukið kennslumagn rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar.
d. HAUST 29.06.2016, lögð fram til kynningar.

7. Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt um hús á Vatnsskarði og nýtingu styrkvegafjár sem er kr. 1.200 í ár. Samgöngumál, rætt um ástand og mögulegar aðgerðir í samgöngumálum fyrir Borgarfjarðarhrepp. Þrjár umsóknir hafa borist um stöðu skólastjóra.


Fundi slitið kl. 19.30

Jón Þórðarson
ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?