Þriðjudaginn 23. júní 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til aukafundar sem er 11. fundur á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur viðar, Helgi Hlynur og Jón. Gestir fundarins fundarins Ásta Hlín, Kristján og Hallveig.
1. Kjörskrá vegna forsetakosninga 25 júní 2016
Hreppsnefnd felur sveitarstjóra og oddvita að ganga frá kjörskrá vegna forsetakosninga 2016 og undirrita hana.
2. Samgöngumál
Rætt um leiðir til samgöngubóta og ljósleiðaratengingar. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og vinna drög að greinargerð um vegamál fyrir næsta fund. Einnig leita eftir samstarfi við veitustofnanir um aðkomu um lagningu ljósleiðara í Borgarfjarðarhreppi.
3. Gjaldfrjáls skóli
Hreppsnefnd samþykkir að þjónusta sem Borgarfjarðarhreppur hefur tekið gjald fyrir verði foreldrum að kostnaðarlausu næsta skólaár til reynslu. Hér undir eru leikskólagjöld, máltíðir í mötuneyti og tónlistar fræðsla.
4. Bréf
a. Tillaga að samningi vegna þjónustuhúss á Vatnsskarði frá Fljótsdalshéraði. Sveitarstjóra falið að gera athugasemdir við samningings uppkastið.
b. Vegna útgáfu Íslendingasagna, ósk um framlag, erindinu hafnað.
1. Fundargerðir:
a. Minjasafn Austurlands 25.04.2016, lögð fram til kynningar.
b. Brunavarnir á Austurlandi 07.06.16.
Aðalfundargerð Brunavarna á Austurlandi 02.06 og fundargerð símafundar 06.06. Fundargerðir kynntar. Í fundargerðum kemur fram að útlit er fyrir halla á rekstri samlagsins vegna verulegra launahækkana starfsmanna. Stjórn leggur til að aðildarsveitarfélög hækki framlög á árinu.
Samþykkt að veita aukaframlag til Brunavarna kr. 156.980 upphæðin greidd af lausu fé.
b. Samband ísl. sveitarfélaga 02.06.2016, lögð fram til kynningar.
6.Skýrsla sveitarstjóra.
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra framlengdur til 3. júlí.
Fundi slitið kl. 20.00
Jón Þórðarson ritaði