Mánudaginn 6. júní 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 10. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur og Jón. Arngrímur Viðar boðaði seinkun mætti 1800.
Betri Borgarfjörður erindi frá nemendum Grunnskólans
Oddviti og sveitarstjóri voru boðnir til fundar við nemendur Grunnskólans þann 20 maí og tóku þar við bréfum með ábendingum um ýmislegt sem væri til bóta í umhverfi og aðstæðum á Borgarfirði, helstu áberndingar eru:
Ronja vill fleiri blóm kringum skólann, Jóhann Ari nefnir þrautabraut (skólahreysti) við Sparkhöllina, Júlíus stingur uppá hjólaþrautabraut, Nanna Olga ræðir þökulagningu og stígagerð við grasvöllinn og Sparkhöllina, Þorleifur stingur uppá stíg með ánni uppí Bakkagi og lagfæringu á stígnum kringum Álfaborgina, Bóas vill laga aðkomuna að þorpinu með blómaskreytingu og borðum og bekkjum við ána, Páll leggur til hringekju, klifurkastala og rólur við Fjarðarborg og Gylfi vill fleiri rusladalla fyrir smá rusl eisog tyggjó ofl.
Hreppsnefnd þakkar ábendingarnar og tekur þetta til jákvæðrar skoðunar.
Svæðisskipulag Austurlands- Austurland til framtíðar
Starfshópur um svæðisskipulag hefur lokið störfum. Tillaga hópsins um þær áherslur og þau verkefni sem hafa skal að leiðarljósi við svæðisskipulagsgerð fyrir Austurland allt og talið er að samstaða sé um. Tillagan er send til sveitarfélaganna til þess að þau taki afstöðu til hennar hið fyrsta. Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögunum, verður óskað eftir tilnefningum tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi til setu í svæðisskipulagsnefnd. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps tekur undir tillöguna og tilnefnir Þorstein Kristjánsson og Arngrím
Viðar til setu í nefndinni sveitarstjóri til vara.
3. Logos lögmannsþjónusta erindi vegna Vatnworks Iceland ehf.
a. Beiðni um breytingar á skipulagi
b. Umsókn um byggingarleyfi
c. Beiðni um samningaviðræður
Hreppsnefndin tekur vel í erindið og fagnar áformum um uppbyggingu iðnaðar í hreppnum, þá vill hreppsnefndin greiða fyrir því einsog kostur er.
Sveitarstjóra, lögfræðingi hreppsins ásamt byggingar fulltrúa falið að svara erindinu. Hreppsnefndin er tilbúin í umbeðnar samningaviðræður.
4. Ásgeir Arngrímsson, staðfesting vegna beiðni um breytingar á skipulagi og umsóknar um byggingarleyfi.
Hreppsnefndin hefur mótekið erindið og tekur tillit til þess.
5. Bréf
a. Naust 9.05.2016, átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi.
Sveitarstjóra falið að vera í sambandi við NAUST um málið.
6. Fundargerðir:
a. SSA 24.05.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. HAUST 18.05.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Samband ísl. sveitarfélaga 29.04.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
d. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 17.05.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar
e. Hafnarsamband Íslands 29.04.2016, lögð fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdir, lokið við plægingu á vatnslögn, varmdæla komin í Fjarðarborg. Haldinn verður fundur í hreppsnefnd 21. júni rætt um framfara mál í hreppnum, samgöngur skólamál og háhraðatengingar.
Fundi slitið kl. 19.10
Jón Þórðarson ritaði