Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 02. maí 2016

Mánudaginn 2.maí 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 9. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2015 síðari umræða.

Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 144,6 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 133,1 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,4%en lögbundið hámark með álagi er 0,625%. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,45% en lögbundið hámark með álagi er 1,65% .

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 17,8 millj. kr., en þar af var rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 19,6 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2015 var jákvætt um 250,0 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 219,4 millj. kr. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir 2015 borinnn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma. Reikningurinn liggur frammi á Hreppsstofu og verður birtur á heimasíðunni.

2. Að vera valkostur.

Ánægja með íbúafundinn í Fjarðarborg 25. apríl. Ákveðið að stofna vinnuhóp utan hreppsnefndar til að leiða verkefnið.

3. Gjaldfrjáls skóli

Sveitarstjóra falið að kostnaðargreina erindið og athuga áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Tekið fyrir á næsta fundi.

4. Fundargerðir:

a. Jafnréttisnefnd 27.04.2016, lögð fram kynningar. Í fundargerðinni er gerð grein fyrir könnun sem unnin var fyrir nefndina. Hreppsnefndin samþykkir að greiða kr. 200.000 fyrir verkið bókast á sveitarstjórn.

b. SSA 19.04.2016, lögð fram til kynningar.

c. HAUST 06.04.2016, lögð fram til kynningar.

 

5. Skýrsla sveitarstjóra.

Ein umsókn barst um Ásbrún 2.

Fundi slitið kl. 18.35
Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?