Mánudaginn 2.maí 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 9. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2015 síðari umræða.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 144,6 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 133,1 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,4%en lögbundið hámark með álagi er 0,625%. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,45% en lögbundið hámark með álagi er 1,65% .
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 17,8 millj. kr., en þar af var rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 19,6 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2015 var jákvætt um 250,0 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 219,4 millj. kr. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir 2015 borinnn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma. Reikningurinn liggur frammi á Hreppsstofu og verður birtur á heimasíðunni.
2. Að vera valkostur.
Ánægja með íbúafundinn í Fjarðarborg 25. apríl. Ákveðið að stofna vinnuhóp utan hreppsnefndar til að leiða verkefnið.
3. Gjaldfrjáls skóli
Sveitarstjóra falið að kostnaðargreina erindið og athuga áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Tekið fyrir á næsta fundi.
4. Fundargerðir:
a. Jafnréttisnefnd 27.04.2016, lögð fram kynningar. Í fundargerðinni er gerð grein fyrir könnun sem unnin var fyrir nefndina. Hreppsnefndin samþykkir að greiða kr. 200.000 fyrir verkið bókast á sveitarstjórn.
b. SSA 19.04.2016, lögð fram til kynningar.
c. HAUST 06.04.2016, lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra.
Ein umsókn barst um Ásbrún 2.
Fundi slitið kl. 18.35
Jón Þórðarson ritaði