Mánudaginn 18. apríl 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 8. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón, einnig sat Magnús Jónsson endurskoðandi fundinn undir lið 1.
1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2015 fyrri umræða.
Magnús skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum, að því loknu bar oddviti reikninginn upp og var hann samþykktur einróma.
Erindi frá Arngrími Viðari um leigu hluta efrihæðar Fjarðarborgar fyrir skrifstofuaðstöðu. Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu við umfjöllun á liðum 2 og 3, vanhæfi samþykkt einróma. Samþykkt að gera tímabundinn samning. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.
2. Erindi frá Arngrími Viðari
Um leigu á íbúðarhúsnæði, afgreiðslu frestað þar til auglýst hefur verið.
3. Erindi frá Arngrími Viðari
Um vatnsöflun fyrir átöppunarverksmiðju á vatni. Farið yfir málið til kynningar. Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið.
4. Að vera valkostur.
Umræða um verkefnið sem verður kynnt betur á íbúafundi 25. apríl.
5. Fundargerðir:
a. Hafnarsamband Íslands 1.04.2016, lögð fram til kynningar.
6. Bréf:
a. Samband íslenskra sveitarfélaga um heilbrigðiseftirlit
Hreppsnefnd telur að vel megi flytja verkefni frá ríkisstofnunum til heilbrigðiseftirlita svæðanna.
b. Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónustudagurinn 2016
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Borgarfjarðarhreppur fékk ekki úthlutin í lagningu Ljósleiðara.
Íbúðin að Ásbrún 2 er laus til skammtímaleigu frá 15. maí. Umsóknarfrestur til 1. maí.
Fundi slitið kl. 20.50
Jón Þórðarson ritaði