Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 21. mars 2016

Mánudaginn 21. mars 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 6. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, og Jón, Helgi Hlynur mætti ekki.

 

1.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna frá Merki að Sæbakka.
Hreppsnefndin samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna 210 m langrar sjóvarnar frá Merki að Sæbakka.

 

2. Að vera valkostur, samningur vegna styrks.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Austurbrú um styrkin.

 

3. Ljósleiðari umsókn.

Hreppsnefndin samþykkir að sækja um styrk til verkefnisins Ísland ljóstengt 2016. Ellefu lögbýli í Borgarfjarðarhreppi falla undir skilgreiningu verkefnisins, auk þess er tengingu Bátahafnarinnar við Hafnarhólma bætt í umsóknina.

4. Fundargerðir:

 

a. Samband ísl. sveitarfélaga 29.01.2016
Lögð fram til kynningar.

b. Félagsmálanefnd 16.03.16
Lögð fram til kynningar.

 

5. Skýrsla sveitarstjóra.

Rætt um byggðasamlag vegna almenningssamgangna á austurlandi.

Framkvæmdum er að ljúka í Hafnarhólma.

Rætt um svæðisskipulag fyrir austurland.

Fundi slitið kl. 18.25

Jón Þórðarson ritaði
Getum við bætt efni þessarar síðu?