Mánudaginn 7. mars 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 5. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Helgi Hlynur og Jón ásamt varamönnum Bryndísi og Helgu.
1. Tilnefning fulltrúa í stýrihóp SSA um svæðisskipulag á Austurlandi
Arnrímur Viðar tilnefndur, Jón Þórðarson til vara.
2. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 22.02.16. Beiðni um aukin rekstrarframlög.
Í erindinu er beðið um hækkun framlaga frá aðildarsveitarfélögum safnsins þar sem launahækkanir hafi verið vanáætlaðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Ný fjárhagsáætlun fyrir árið gerir ráð fyrir því að laun og launatengd gjöld hækki um 1,5 milljónir króna. Rekstrarframlög þurfi því að hækka úr 20 milljónum króna í 22 milljónir króna að teknu tilliti til forsendna framlaganna. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að verða við erindinu með fyrirvara um að önnur aðildarsveitarfélög samþykki að verða við því fyrir sitt leyti fyrir 1. apríl n.k.
3. Umsögn um rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Álfheima.
Hreppsnefndin hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga.
4. Fjarðarborg varmadæla.
Ákveðið að ganga að tilboði Fríorku í varmadælu fyrir Fjarðarborg.
5. Fundargerðir:
a. Ársalir 06.02.2016, lögð fram til kynningar.
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 12.02.2016, lögð fram til kynningar.
c. Skipulags og bygginganefnd 02.03.2016.
Í fundargerðinni er m.a. fjallað um breytingu á aðalskipulagi, hreppsnefndin samþykkir að breytingin verði auglýst. Fundargerðin rædd og samþykkt.
d. Samgöngunefnd SSA 11.02.2016, fundargerðin lögð fram til kynningar.
e. Stjórn SSA 16.02.2016, lögð fram til kynningar.
f. Samband ísl. sveitarfélaga 26.02.2016, lögð fram til kynningar.
g. Hafnarsamband Íslands 24.02.2016, lögð fram til kynningar.
h. Haust 10.02.2016, lögð fram til kynningar.
6. Bréf:
a. Brunabót. Styrktarsjóður EBI, auglýst eftir umsóknum til sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga. Opið fyrir góðar tillögur.
7. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um ljósleiðaramál, þrar sem beðið er eftir afstöðu ríkisins. Sjóvörn frá Merki að Sæbakka komin í útboð.
Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningarsjóð er til 1. apríl
Fundi slitið kl. 18.40
Jón Þórðarson ritaði