Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

4. fundur 15. febrúar 2016

Mánudaginn 15. febrúar 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 4. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Helgi Hlynur og Jón ásamt varamanni Bryndísi.

1. Fasteignagjöld 2016

Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af Vinaminni 50%.

2. Fundargerðir:

a. Félagsmálanefnd 27.01.2016

Lögð fram til kynningar.

b. Jafnréttisnefnd 28.01.2016

Rædd og samþykkt.

c. Skipulags og bygginganefnd 15.02.2016

Frestað til næsta fundar.

3. Bréf:

a. Austurbrú, afgreiðsla á styrkumsókn í Uppbyggingarsjóð Austurlands 2016.

Sótt var um þrjár miljónir í verkefnið „ Að vera valkostur“ sóknaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp. Úthlutað hefur verið einni miljón til verkefnisins frá Uppbyggingarsjóði Austurlands. Sveitarstjóra falið að ræða við sjóðinn um framkvæmd verkefnisins.

4. Skýrsla sveitarstjóra

Rætt um ljósleiðaramál þar sem unnið er að könnun á tengingum á Borgarfirði. Staðgreiðsluuppgjör 2015 liggur fyrir fyrir og er kr. 42.805.372. Farið yfir varmadælumál í Fjarðarborg.

 

Fundi slitið kl. 18.40

Jón Þórðarson ritaði
Getum við bætt efni þessarar síðu?