Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 01. febrúar 2016

Mánudaginn 1. febrúar 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 3. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón ásamt varamanni Bryndísi.

1. Leikfélag ME styrkumsókn

Samþykkt að styrkja félagið um kr. 30.000, felld niður leiga af Fjarðarborg fyrir eina sýningu.

2. Íslandspóstur skert póstþjónusta.

Samkvæmt frétt Rúv hefur Póst og fjarskiptastofnun heimilað Íslandspósti að skerða póstþjónustu á Borgafirði um 50%. Hreppsnefnd óskar eftir óbreyttri þjónustu og fer þess hér með á leit við Íslandspóst að upplýst verði hvað það kostar.

3. Fundargerðir:

a. Fundargerðir SSA frá 15.12.2015 og 12.01.2016, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 15.01.2016, lögð fram til kynningar.

c. Hafnarsamband 18.01.2016, lögð fram til kynningar.

4. Bréf:

a. Fljótsdalshérað, slóð um Sandaskörð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að setja vegslóða uppí Sandaskörð inná áætlun um styrkvegi.

b. Umhverfis og auðlindaráðuneytið, breytingar á byggingareglugerð til lækkunar á byggingakostnaði.

c. Umhverfisstofnun, um auglýsingar meðfram vegum, erindinu vísað til Skipulags og bygginganefndar.

5. Skýrsla sveitarstjóra

Ljósleiðari, ákveðið að gera verðkönnun á tengingum á grundvelli skýrslu sem unnin hefur verið fyrir Borgarfjarðarhrepp.

 

Fundi slitið kl. 18.50
Jón Þórðarson ritaði
Getum við bætt efni þessarar síðu?