Mánudaginn 18. janúar 2016 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 2. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur og Jón ásamt varamanninum Helgu Erlu, Arngrímur Viðar og Helgi Hlynur boðuðu forföll.
1. Samningur við N4 vegna þáttagerðar, Að austan og verða gerðir 40 hálftíma þættir. Sveitarstjóra falið að undirrita samning að upphæð kr. 200.000 og færist það á menningarmál aðrir styrkir.
2. Gjaldskrárbreytingar, vegna hreinsunar rotþróa og gjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn, gjaldskrárnar samþykktar með áorðnum breytingum.
3. Krabbameinsfélags Austurlands óskar eftir styrk kr. 50.000 vegna aðstoðar við krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra. Samþykkt og færist undir félagsmál önnur framlög.
4. Fundargerðir:
a. Stjórn Minjasafns Austurlands 1.12.2015, lögð fram til kynningar.
5. Bréf:
a. HAUST eftirlitsskýrsla, vakin athygli á að gjaldskrá vantar fyrir sorphirðu á heimasíðu Borgarafjarðarhrepps. Úr þessu verður bætt.
6. Skýrsla sveitarstjóra
Framkvæmdir við brimvarnargarð frá Sæbakka að Merki verða í vor. Mælingar í þessari viku, verkfræðingur frá Vegagerðinni mætir í næstu viku. Skemmdir á Hólmagarði í óveðri um áramótin verða teknar út af Viðlagatryggingu.
Fundur um lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Austurlandi boðaður hjá SSA í vikunni skýrst gæti hvort af framkvæmdum geti orðið á árinu.
Varmadæla í Fjarðarborg, tilboð í borun barst frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, reyndist of há. Fengin verða tilboð í loft/vatn varmadælu fyrir Fjarðarborg.
Fundi slitið kl. 18.30
Jón Þórðarson ritaði