Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

21. fundur 21. desember 2015

Mánudaginn 21. desember 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 21. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1 Umsókn frá UMFB um leigu Gamla leikskólans.
Helgi Hlynur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa máls og var það samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Hreppsnefnd samþykkir að leigja UMFB Gamla leikskólann til félags og tómstundastarfa, sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.
2 Fundargerðir:
a Samband ísl. sveitarfélaga 30.11 og 11.12.2015, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
b Ársalir 09.12.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.
c Stjórn Brunavarna á Austurlandi 09.12.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.
d Félagsmálanefnd 09.12.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.
e Samtök Sjávarútvegssveitarfélaga 26.11.2015, lögð fram til kynningar.
f HAUST 02.12.2015, lögð fram til kynningar.

3 Bréf:
Mannvirkjastofnun 10.12.2015. Gildistími brunavarnaráætlunar sveitarfélagsins er útrunninn.

Borgarfjarðarhreppur er aðili að Brunarvörnum á austurlandi b.s. og mun beina erindinu þangað.

4 Skýrsla sveitarstjóra
Umsókn í Uppbyggingarsjóð Austurlands, sótt um þrjár milljónir vegna verkefnisins Að vera valkostur, sóknaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp.


Fundi slitið kl. 18.15
Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?