Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

20. fundur 07. desember 2015

Mánudaginn 7. desember 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 20. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Fjárhagsáætlun 2016 með þriggja ára áætlun 2017-2019 síðari umræða
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
Skatttekjur 50.382
Framlög Jöfnunarsjóðs 52.463
Aðrar tekjur 37.358
Tekjur samtals 140.203
Gjöld 134.832
Fjármagnstekjur (1.474)
Rekstrarniðurstaða 3.897
Veltufé frá rekstri 14.161
Fjárfesting ársins 17.500
Helstu fjárfestingar eru Þjónustuhús við höfnina, hönnun og undirbúningur 5 mil., ferðamannaaðst. á Vatnsskarði 3.6 mil. og endurnýjun tækja 3. mil.
2. Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“
Samþykkt að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð kr. 24.000
3. Egilsstaðaflugvöllur: Breyting á aðalskipulagi, til umsagnar.
Hreppsnefndin hefur ekkert við breytinguna að athuga.
4. Fundargerðir:
a. Skipulags og bygginganefnd 30.11.2015, fundargerðin rædd og samþykkt.
b. Skólanefnd, netfundir 16.11 og 20.11.2015, lagðar fram til kynningar.
c. Héraðsskjalasafn Austfirðinga, stjórnarfundur og aðalfundur frá 25.11.2015, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
d. Samband ísl. sveitarfélaga 20.11.2015, lögð fram til kynningar.
5. Bréf:
a. Skuldbinding Fljótsdalshéraðs vegna fasteignarinnar að Laufskógum 1.
6. Skýrsla sveitarstjóra, unnið að framkvæmdum í Hafnarhólma.

Fundi slitið kl. 18.20
Jón Þórðarson ritaði

Húsnæði gamla leiksólans er til leigu, þó ekki sem íbúðarhúsnæði.

Getum við bætt efni þessarar síðu?