Mánudaginn 23. nóvember 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 19. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
1.Fjárhagsáætlun 2015, fyrri umræða með þriggja ára áætlun.
Áætlunin rædd, borin upp og samþykkt til annarrar umræðu.
2.Máltíðir eldriborgara og öryrkja í mötuneyti skólans.
Þjónustan verður fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á þeim dögum sem mötuneytið er starfrækt. Verð á máltíð kr. 750
3.Endurnýjun á bifreið.
Samþykkt að endurnýja bifreið áhaldahúss samkvæmt tilboði BVA.
4.Fundargerðir:
a. Jafnréttisnefnd 29.10.2015, sagt er frá að til standi að gera könnun um jafréttismál í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að setja sig í samband samband við framkvæmdaraðila.
b. Stjórn SSA 27.10.2015, lögð fram til kynningar.
c. HAUST aðalfundur 28.10.2015, lögð fram til kynningar.
d. Skólaskrifstofa Austurlands, framkvæmdastjórn 13.10.2015, stjórn 06.11.2015 og aðalfundur 06.11.2015, lagðar fram til kynningar.
e. Minjasafn Austurlands 14.09.2015, lögð fram til kynningar
f. Samband ísl. sveitarfélaga 30.10.2015, lögð fram til kynningar.
5.Bréf:
a.Snorraverkefnið 2016, beiðni um fjárstuðning hafnað.
b.Stígamót, beiðni um fjárstuðning. Samþykkt að styrkja samtökin um kr. 100.000
6.Skýrsla sveitarstjóra
Fundi slitið kl. 1920
Jón Þórðarson ritaði