Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 02. nóvember 2015

Mánudaginn 2. nóvember 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 17. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Sóknaráætlun, umræða um sóknaráætlun fyrir Borgarfjörð. Möguleg verkefni í atvinnumálum rædd vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar.

2. Umsókn í atvinnuaukningarsjóð Borgarfjarðarhrepps, Jakob Sigurðsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sýnu, borið undir atkvæði og samþykkt einróma.
Ein umsókn barst frá Jakobi Sigurðssyni sem sækir um kr. 3.800.000 vegna endurnýjunar áætlunarbíls. Samþykkt að veita Jakobi umbeðnna upphæð enda leggi hann fram veð sem hreppsnefnd samþykkir.


3. Samningur um byggðasamlagið Ársali, breyting á samþykktum þannig að tekið verði fram að samlagið sé ekki rekið í hagnaðarskyni. Samþykkt einróma.

4. Styrkbeiðni frá kvenfélaginu Björk í Hjaltastaðarþinghá vegna útgáfu á sögu félagsins. Samþykkt að styrkja útgáfuna um kr. 20.000

5. Fjárhagsáætlun 2016
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi 17 nóvember.

6. Útsvarsprósenta 2016
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52% sem er hámarksálagning.

7. Fasteignagjöld 2016, óbreytt frá fyrra ári.
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000- á íbúð, kr. 10.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 25.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu. Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000- FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.
Samþykkt samhljóða.

8. Fundargerðir:
a. Hafnarsamband frá 23.10.2015, lögð fram til kynningar.
b. Félagsmálanefnd frá 21.10.2015, lögð fram til kynningar.
c. HAUST 14.10.2015, lögð fram til kynningar.

9. Bréf:
a. Atvinnuvegaráðuneyti, úthlutun byggðakvóta. Borgarfjarðarhreppur hefur fengið úthlutað 86 þorskígildistonnum. Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu felt einróma.
Kvótinn verður auglýstur eftir gildandi reglum.

10. Skýrsla sveitarstjóra
Sagt frá framkvæmdum í Hafnarhólma.



Fundi slitið kl. 1945

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?