Mánudaginn 19. október 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 16. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
1. Ljósleiðari.
Lögð fram skýrsla um ljósleiðaravæðingu á Borgarfirði. Skýrslan verður send nefnd ríkisstjórnarinnar um ljósleiðara á svæðum þar sem markaðsbrestur hindrar tengingar. Óskað verður eftir þáttöku í verkefninu.
2. Erindi frá skólastjóra.
Fyrirspurn varðandi rekstur leikskóla. Vegna fjögurra barna reglu.
Frá setningu þessarar reglu hefur orði breyting á skólahaldi í sveitarfélaginnu leikskóli og grunskóli hafa verið sameinaðir. Ekki stendur til að breyta núverandi starfsemi þar sem leikskólastarf er hluti af skólastarfinu.
3. Bréf:
a. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Efni: Fjárhagsáætlun, viðaukar við fjárhagsáætlun og samanburður við niðurstöður ársreiknings 2014. Óskað er eftir úskýringum, farið verður yfir vinnuferla og erindinu svarað.
b. Fiskistofa, séstakt strandveiðigjald til hafna, Borgarfjarðarhöfn fær kr. 512.040 af sérstöku strandveiðigjaldi.
c. Brunabót, ágóðahlutagreiðsla 2015. Ágóðahlutinn frá Brunabót er kr. 88.500.
4. Fundargerðir:
a. SSA 22.09, 01.10 og 03.10.15, fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri fór á fund Fjárlaganefndar, lögð fram áherslu atriði Borgarfjarðarhrepps. Umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna aðstöðuhúss við höfnina verður send. Bjarni Sveinsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps á aðalfundi HAUST.
Fundi slitið kl. 1900
Jón Þórðarson ritaði