Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 05. október 2015

Mánudaginn 5. október 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 15. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Erindi frá Arngrími Viðari.
Ákveðið var að hefja vinnu við sóknaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp, tekið verði tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar vegna aðkeyptrar aðstoðar við verkið.
Í þessari áætlun verði m.a. tekin fyrir, öldurnarmál, atvinnnumál, skólamál, aðalskipulag, jafnréttismál og annað sem tengist samfélaginu á Borgarfirði.

2. Bréf:
a . Mannvirkjastofnun, athugasemdir frá Mannnvirkjastofnun vegna úttektar á Brunavörnum á Austurlandi. Málið verður tekið upp hjá stjórn Brunavarna.
b. Skólastjórafélag austurlands.
Ályktun vegna seinagangs í samningaviðræðum, Samband íslenskra sveitarfélaga fer með samningsumboð Borgarfjarðarhrepps, hreppsnefnd vonar að samningum ljúki sem fyrst.

3. Fundargerðir:
a. Ársalir 02.09.2015, lögð fram til kynningar
b. Hafnarsamband Íslands 21.09.2015, lögð fram til kynningar.
c. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 21.09.2015, lögð fram til kynningar.
d. Félagsmálanefnd 23.09.2015, lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra
Farið yfir stöðu ljósleiðaramála. Ákveðið að verða við beiðni Magnúsar Þorsteinssonar um framkvæmdir í Hafnarhólma.
Arkítektasamkeppni um aðstöuhús við bátahöfnina er lokið stefnt er að verðlaunaafhendingu og kynningu á tillögum 16.10.2015. Könnuð verði möguleg aðkoma Borgarfjarðarhrepps að móttöku flóttamanna.


Fundi slitið kl. 19:45
Jón Þórðarson ritaði

 

 

Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningarsjóð framlengdur til 1. Nóvember

Getum við bætt efni þessarar síðu?