Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

14. fundur 21. september 2015

Mánudaginn 21. september 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir: Jakob, Jón, Helga Erla í stað Arngríms Viðars, Ólafur boðaði forföll, Helgi Hlynur mætti ekki og boðaði ekki forföll. Þá kom á fundinn Björg Björnsdóttir sveitarstjórnafulltrúi SSA og fór yfir helstu mál á dagskrá aðalfundar SSA sem haldinn verður á Djúpavogi 2. og 3. október.

1. Erindi frá Magnúsi Þorsteinssyni um úrbætur á ferðamannaaðstöðu í Hafnarhólma.
Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindi Magnúsar og felur sveitarstjóra að skoða útfærslu á verkefninu í samráði við Magnús.

2. Fundur með Fjárlaganefnd.
Farið verður á fund fjárlaganefndar 9. okt. með sameiginlegt erindi Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Fljótsdalshrepps.
Áhersluatriði Borgarfjarðarhrepps snúa að samgöngumálum, fjarskiptum og heilbrigðismálum.

3. Byggðakvóti 2015/2016
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um byggðakvóta 2015/2016. Sveitastjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

4. Fundargerðir:
a. HAUST nr. 124 frá 02.09.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Samband ísl. sveitarfélaga nr. 830 frá 11.09.2015, lögð fram til kynningar.
c. Brunavarnir á Austurlandi nr. 40 04.09.2015, fundargerðin lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra
Unnið að lagfæringum á línuvegi frá Hólalandi í Sandaskörð, til verksins fékkst styrkur úr styrkvegasjóði upp á eina milljón kr.

Fundi slitið kl. 19:10
Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?