Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 07. september 2015

Mánudaginn 7. september 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Samningur við Fljótsdalshérað um uppbyggingu og rekstur þjónustuhúss á Vatnsskarði og gönguleiða í Stórurð.
Lögð fram drög að samningi með áætluðum kostnaði á þessu ári 10 miljónir kr. þar af framlag Borgarfjarðarhrepps kr. 2 miljónir. Til að ljúka verkefninu 2016 er áætlað að kostnaður verði kr. 9 miljónir þar af greiði Fljótsdalshérað kr. 5.400.000 og Borgarfjarðarhreppur kr. 3.600.000.
Hreppsnefnd óskar eftir fundi með fulltrúum Fljótsdalshéraðs til að fara yfir málið og leita leiða til lækkunar byggingakostnaðar.

2. Eldvarnakerfi í grunnskólann og Fjarðarborg
Lagt fram tilboð í brunaviðvörunarkerfi fyrir Grunnskólann og Fjarðarborg. Ákveðið að ræða frekar við bjóðendur.

3. Rekstraryfirlit fyrstu sex mánaða . Lagt fram til kynningar.

4. Erindi skólastjóra vegna fækkunar nemenda.
Lögð áhersla á að unnið verði hratt og vel að viðbrögðum við þessum breytingum með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Einnig var í erindi skólastjóra lagt til að opnun leikskóla verði frá 8:30-16:30, jákvætt tekið í þessa beiðni.

5. Fundargerðir:
a. Jafnréttisnefnd 30.07.2015. M.a. rætt um íbúakönnun, hreppsnefnd vill gjarnarn taka þátt í könnuninni.
b. Samgöngunefnd SSA 18.08.2015. Lögð fram til kynningar.
c. Stjórn SSA nr. 13 23-24 ágúst 2015. Lögð fram til kynningar.
d. Ársalir 24.ágúst og 2. sept 2015. Lagðar fram til kynningar
e. Sjávarútvegssveitarfélög 21.08.2015. Lögð fram til kynningar.
f. Hafnarsamband Íslands 24.08.2015. Lögð fram til kynningar.

6. Skýrsla sveitarstjóra.
Sagt frá vinnu við fjárhagsáætlun Brunavarna á Austurlandi m.a. fyrirhugaðri breytingu á kostnaðarskiptingu. Tekið verður tillit til breytingarinar við gerð fjárhagsáætlunar Borgarfjarðarhrepps.

Fundi slitið kl. 1950

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?