Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

12. fundur 04. ágúst 2015

Þriðjudaginn 4. ágúst 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Fjallskil 2015
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.
Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði með svipuðu sniði og undanfarin haust.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.

2. Hafnarsambandsþing 2015
Fulltrúi Jón Þórðarson

3. Fundargerðir:
a. Skólanefnd 29.07.2015, fundargerðin borin upp og samþykkt einróma.
Skráðir nemendur á komandi skólaári eru 12. Stöður í kennslu eru 3,5.
b. Samband ísl. sveitarfélaga nr. 829, fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 8.07.2015, fundargerð ásamt drögum að fjárhagsáætlun 2016 lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt um stöðu heilbrigðismála, áætlað að halda fund um málefni eldri borgara í lok ágúst.


Fundi slitið kl. 1900
Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?