Mánudaginn 6. júlí 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 11. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur og Jón, Arngrímur Viðar mætti ekki.
1. Hönnunarsamkeppni um aðstöðubyggingu fyrir sjómenn og ferðamenn.
Samþykkt að auglýsa samkeppnina, fulltrúar Borgarfjarðarhrepps í dómnefnnd verða Kristján Helgason verkfræðingur og Þórhallur Pálsson arkítekt ritari nefndarinnar verður Arngrímur Viðar Ásgeirsson.
2. Stórurðarverkefnið
Ljóst er að fjárveitingar þessa árs duga ekki til að ljúka verkefninu, Borgarfjarðarhreppur lýsir vilja til að klára verkefnið enda verði kostnaður ekki úr hófi. Samningur um verkið verður gerður við Fljótsdalshérað.
3. Könnun á aðstæðum eldra fólks á Borgarfirði varðandi eigin búsetu og óskir um þjónustu.
Könnuninn var unnin af Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra.
Kannað viðhorf íbúa sveitarfélagsins, sem fæddir eru fram til ársins 1955, til búsetu og þjónustu á sínum efri árum.
Samkvæmt þjóðskrá eru 25 einstaklingar í þessum aldurshópi skráðir með lögheimili á Borgarfirði. 20 svöruðu könnuninni.
Í febrúar sl. var fólkinu sent bréf með spurningum um;
hvar þau vildu helst eyða síðari hluta ævi sinnar,
hvort núverandi húsnæði væri hentugt til búsetu,
hverju þyrfti hugsanlega að breyta,
hverjar væntingar þeirra væru til þjónustu sveitarfélagsins,
hvort það væri eitthvað annað sem þau vildu koma á framfæri.
Í framhaldi af bréfinu var hringt til fólksins þar sem eftirfarandi upplýsingar komu fram.
15 vilja eyða síðari hluta ævinnar á Borgarfirði
Væntingar um þjónustu
nánast allir telja líklegt að þeir eigi eftir að óska eftir heimaþjónustu.
þrír vilja hafa aðgang að heimsendum mat
Meirihluti þátttakenda talaði um mikilvægi þess að hafa gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu á staðnum.
Óöruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu eins og nú er.
Óska eftir að læknir eða hjúkrunarfræðingur komi á staðinn. Ekki bara símaþjónusta.
Finnst þjónusta heilbrigðiskerfisins ekki bjóða uppá búsetu á Borgarfirði.
Vill vera nærri lækni ef heilsan fer að bresta, sér fyrir sér að þurfa að fara ef ekki verður breyting frá því sem nú er.
Fjórir töldu æskilegt að sveitarfélagið byggði leiguíbúðir fyrir eldri borgara.
Fimm einstaklingar sögðust sjá fyrir sér seinni hluta ævinnar annars staðar á landinu.
Hreppsnnefndin mun á grunni þessarar könnnunar vinna að úrbótum á málefnum eldri borgara. Greinnilegt er að heilbrygðisþjónusta er ekki sem skildi. Áætlað er að halda fund með eldriborgurum um þessi mál í haust.
4. Fulltrúi á aðalfund SSA 2. og 3. okt.
Jakob Sigurðsson verður fulltrúi Jón Þórðarson til vara.
5. Bréf:
a. Þjóðskrá Íslands, fasteignamat 2016
Kynning á fasteignamati 2016
6. Fundargerðir:
a. Jafnréttisnefnd 10.06.2015
Ma. er unnið að gerð jafnréttisáætlunar fyrir Borgarfjarðarhrepp.
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga nr. 19 og 20 frá 17og 27 apríl 2015. Fundargerðirnnar lagðar fram til kynningar.
c. 136. Fundur félagsmálanefndar 25.06.2015, lögð fram til kynningar.
d. SSA fundir stjórnar nr. 10, 11 og 12 frá 21. Apríl 19 maí og 23. Júní, lagðar fram til kynningar.
e. Samband ísl. sveitarfélaga nr. 828,lögð fram til kynningar.
f. HAUST 123 fundur 03.06.2015, lögð fram til kynningar.
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdir við skólann ganga vel unnið að málningu, unnið við lokafrágang á þaki Fjarðarborgar.
Ástand Borgarfjarðarvegar er með öllu óásættanlegt og til stórtjóns fyrir þá sem leggja það á sig að fara veginn.
Fundi slitið kl. 1920
Jón Þórðarson ritaði