Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

10. fundur 01. júní 2015

Mánudaginn 1. júní 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 10. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Samkeppni vegna aðstöðuhúss við höfnina.
Þórhallur Pálsson forfallaðist en lögð voru fram gögn frá honum. Ólafi, Viðari og Jóni falið að ganga frá samkeppnnisgögnum í samráði við Þórhall Pálsson.

2. Rekstraryfirlit fyrsti ársfjórðungur 2015
Rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs lögð fram, er í samræmi við áætlun.

3. Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Felld er úr gildi sú ákvörðun hreppsnefnndar Borgarfjarðarhrepps frá 1. nóvember 2010 að veita byggingarleyfi fyrir frístundahúsi við Bakkaveg 10 í Bakkagerði, Borgarfirði eystri.
Kæru á afgreiðslu og svörum Borgarfjarðarhrepps við athugasemdum kærannda við grendarkynningu byggingarleyfisumsóknarinnar er vísað frá úrskurðarnefndinni.

4. Erindi frá ungmennum á Austurlandi vegna þáttöku í verkefni Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi. Borgarfjarðarhreppur styrkir verkefnið um kr. 20.000.

5. Umsókn um styrk vegna gerðar kvikmyndarinnar Hjartasteins á Borgarfirði.
Hreppsnefndin fagnar þessum áformum.
Umsóknin snýr að nýtingu Fjarðarborgar og er metin er á kr. 330.000. Hreppsnefndin samþykkir að verða við beiðninni og færist kostnaðurinn á menningarmál.

6. Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál
Oddvita falið að undirrita samninginn.

7. Bréf:
a. Minjasafn Austurlands bs, ársreikningur 2014. Reikningurinn lagður fram til kynningar.
b. Umhverfisstofnun, endurskoðun á samningi um refaveiðar. Ekki gerðar athugasemdir við endurskoðun samningsins.

8. Fundargerðir:
a. Skipulags og byggingarnefnd 28.05.2015.
Fundargerðin er í fjórum liðum, tekinn fyrir þriðji liður, úrskurður frá Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál. Þar er því beint til hreppsnefndar að taka upp aðalskipulag þéttbýlisins og breyta frístundalóðum í almennar lóðir sem núverandi lög og reglugerðir gilda þá um.
Hreppsnnefnd samþykkir að breyta aðalskipulagi þéttbýlisins í þá veru er Skipulags og byggingarnefnd leggur til.

b. Minjasafn Austurlands aðalfundur 30.04.2015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c. Brunavarnir á Austurlandi aðalfundur 29.04.2015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9. Skýrsla sveitarstjóra.
Farið yfir helstu framkvæmdir, ma. viðgerðir á slitlagi, endurnýjun á vatnslögn og enndurbætur á Fjarðarborg. Rætt um ljósleiðaramál og þáttöku í sameiginlegu verkefni á vegum SSA. Aðkoma að þorpinu mætti vera snyrtilegri.
Rætt um rýran hlut Borgarfjarðarvegar í samgönguáætlun, engin fjárveiting á næstu þremur árum. Við þetta verður ekki unað og þingmönnum gerð grein fyrir óánægju hreppsnefndar.



Fundi slitið kl. 2035
Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?