Mánudaginn 4. maí 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 9. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2014 síðari umræða.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 136,3 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 130,0 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,40% en lögbundið hámark þess er 0,625% með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,45% en lögbundið hámark er 1,65% með álagi. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 19,6 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 22,9 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2014 nam 232,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 199,8 millj. kr. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir 2014 borinnn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma.
2. Rekstraryfirlit fyrsti ársfjórðungur 2015
Frestað til næsta fundar
3. Umboð til úttekta af innlánsreikningi
Sveitarstjóra veitt umboð til úttekta af innlánsreikningi Fjarðarborgar hjá Landsbankanum.
4. Ábyrgð vegna lána Ársala bs
Vegna lánasamninga milli Ársala bs og Arionbanka um fjármögnun félagsins, alls er lánaupphæð kr. 175 millj. Eignir félagsins , íbúðir í Hamragerði og á Lagarási að undanskyldum eignum að Lagarási 17 eru settar að veði fyrir lánum , en sem bakábyrgð er sjálfskuldarábyrgð aðildarsveitarfélaga , Fljótsdalshéraðs , Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps . Hlutur Borgarfjarðarhrepps í félaginu er 7,2 % og stendur bakábyrgð sveitarfélagsins á móti þeim hlut. Lagt fyrir hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps 4.05.2015 og samþykkt einróma.
5. Styrkumsókn frá Héraðsskjalasafni með kostnaðaráætlun
Hreppsnefndin fagnar því að skanna eigi ljósmyndir Bjarna Þorsteinssonar frá Höfn frá árunum 1897-1900 og gera þær aðgengilegar ljósmyndavefnum : myndir .heraust.is , og styrkir því verkefnnið um kr. 250.000
6. Útgáfufélagið Glettingur styrkbeiðni
Ósakað eftir útgáfustyrk kr. 25.000, samþykkt með þrem atkvæðum gegn einu.
7. Fundargerðir:
a. HAUST nr. 122, 15.04.2015
Lögð fram til kynningar
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 13.04.2015
Lögð fram til kynningar
8. Skýrsla sveitarstjóra.
Rætt ma. um úthlutunn kvóta á makrílveiðum, tækifæri til útgerðar á þessar veiðar frá Borgarfirði eru ekki fyrir hendi miðað við núverandi frumvarp til laga. Sveitarstjóra falið að gera athugasemdir við frumvarpið. Veður hefur tafið framkvæmdir við þak Fjarðarborgar. Rætt um húsnæðisskort.
Fundi slitið kl. 1900
Jón Þórðarson ritaði