Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

8. fundur 20. apríl 2015

Mánudaginn 20. apríl 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 8. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón, Bryndís í stað Ólafs. Einnig mætti á fundinn, undir 1. dagskrárlið, Magnús Jónsson endurskoðanndi frá KPMG

1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2014 fyrri umræða.
Magnús skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum, að því loknu bar oddviti reikninginn upp til samþykktar við fyrri umræðu og var hann samþykktur einróma.

2. Bréf:
a. Ráðrík 24.03.2014, lagt fram til kynningar.
b. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, ársreikningur, lagt fram til kynningar.

3. Fundargerðir:
a. Samband ísl. sveitarfélaga nr. 827, lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra.
Arngrímur Viðar sagði fréttir af landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga.
Framkvæmdir við þak Fjarðarborgar ganga vel.
Grunnskóli Borgarfjarðar tók þátt í Þjóðleik um síðustu helgi, frammistaða hópsins var til fyrirmyndar og öllum sem hlut eiga að máli til sóma.



Fundi slitið kl. 1920

Jón Þórðarson
ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?