Mánudaginn 7. apríl 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 7. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
1. Samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi.
Bætt við einni grein í eldri samþykkt sem hljóðar svo: Lausaganga sauðfjár er bönnuð í Loðmundarfirði frá seinni löggöngu til 1. Júní.
Breytingin samþykkt einróma.
2. Umsögn, tækifærisleyfi vegna Bræðslunnar.
Hreppsnefndin hefur ekkert við leyfið að athuga.
3. Minjasafn Austurlands, erindi vegna skuldamála.
Erindið er vegna uppgjörs rekstrarhalla síðustu ára, heildartalan er kr. 3.132.889 hlutur Borgarfjarðarhrepps kr. 114.977 sem er 3,67%. Hreppsnefndin samþykkir að greiða hlut Borgarfjarðarhrepps.
4. Reglur fyrir Félagsheimilið Fjarðarborg. Reglurnar samþykktar einróma.
5. Bréf:
a. Orkusjóður 18. mars 2015, um nýtingu jarðhitaleitarstyrks.
Staðfest að styrkur til jarðhitaleitar frá 2008 stendur enn til boða fyrir áhugasama aðila í sveitarfélaginu.
b. Hringrás 24.03.2015, kynning á starfsemi.
c. Starfsháttanefnd Austurbrúar 18.03.2015
Bréfið lagt fram til kynningar.
d. Austfjarðatröllið, hugmynd að dagskrá á Austurlandi 23-25 júlí eða 13-15 ágúst.
e. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.
Arngrímur Viðar verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og fær jafnframt umboð til að sitja landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
6. Fundargerðir:
a. Starfsmannafundur um húsnæðismál Grunnskólans 2.03.2015, funndargerðin rædd.
b. Hafnarsambandið 13.03.2015, lögð fram til kynningar.
c. Skólanefnd 07.04.2015, lögð fram til kynningar.
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Sagt frá stöðumati VÍS vegna forvarna.
Farið yfir aldursdreifingu í Borgarfjarðarhreppi.
Fyrirhugaður er kynningarfundur um hönnunarsamkeppni vegna þjónustuhúss við smábátahöfnina miðvikudaginn 15. Apríl kl. 1830 í Fjarðarborg.
Fundur um orkumál, varmadælur, smávirkjanir og orkusparnað verður í Fjarðarborg miðvikudaginn 22. apríl kl. 1600
Fundi slitið kl. 1855 Jón Þórðarson ritaði