Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 16. mars 2015

Mánudaginn 16. mars 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 6. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón, Bryndís í stað Ólafs. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, að bæta við nýjum lið, gestur fundarins sem verður fyrsti liður á dagskrá aðrir liðir færast aftar sem því nemur.

1. Gestur fundarins var Þórhallur Pálsson arkítekt. Tilefni heimsóknarinnar er hönnunarsamkeppni um þjónustu hús við Hafnarhólma. Þórhallur fjallaði um feril hönnunarsamkeppna.

Stefnt er að opnum fundi um þetta mál þann 11. apríl kl. 13:00.

2. Samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi. Farið yfir reglugerð um búfjárhald og breytingar ræddar, vísað til næsta fundar.

3. Ársfundur Menningarráðs Austurlands, tilnefning fulltrúa. Fulltrúi verður Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jón Þórðarson til vara.

4. Erindi frá Ferðaþjónustunni Álfheimum

Erindinu vísað frá.

5. Bréf:

a. Yfirlit yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs 2014

6. Fundargerðir:

a. Umhverfisnefnd 4.03.2015

Fundargerðin rædd og samþykkt.

b. SSA nr. 7 og 8 frá 11.02.2015 og 23.02.2015

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

c. Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 06.03.2015

Fundargerðin lögð fram til kynningar

7. Skýrsla sveitarstjóra

Framkvæmdir við þak Fjarðarborgar fyrirhugaðar í apríl.

Íbúafjöldi Borgarfjarðarhrepps 1. jan 2015 var 135.

Funndi slitið kl. 19:20

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?