Mánudaginn 2. mars 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 5. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón, Helga Erla í stað Ólafs. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, bæta við nýjum lið bréf Mast Útigöngufé í Loðmundafirði sem verður nr. 8 aðrir liðir færast aftar.
1. Styrkbeiðni frá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum
Óskað eftir styrk vegna sýningar félagsins á Borgarfirði samþykkt að styrkja félagið um kr. 50.000.
2. Efnistilboð vegna frágangs á þaki Fjarðarborgar
Samþykkt að taka tilboði Péturs Jónssonar í þakfrágang á Fjarðarborg.
3. Erindi frá Ferðaþjónustunni Álfheimum vegna jarðhitaleitar
Arngrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt með fjórum atkvæðum.
Um er að ræða nýtingu á styrk til jarðborana sem Borgarfjarðarhreppur fékk vilyrði fyrir til árið 2010 að upphæð kr. 5.025.000, vegna skilyrts mótframlags og óvissu um árangur taldi Borgarfjarðarhreppur áhættuna of mikla á sínum tíma. Styrkloforðið er hinsvegar er enn til staðar hjá Orkusjóði. Hreppsnefndin vill gjarnan stuðla að því styrkurinn verði nýttur af fyrirtækjum og eða einstaklingum í sveitarfélaginu í samráði við Orkusjóð. Sveitarstjóra falið að kanna hjá Orkusjóði hvernig þetta megi framkvæma.
4. Erindi frá Umhverfisráði Grunnskólans 17.02.2015
Hreppsnefnd fagnar erindinu og vill gjarnan stuðla að því að pokarnir verði aðgengilegir í sveitarfélaginu.
5. Samningur um Skólaskrifstofu Austurlands, boðun auka aðalfundar.
Samningurinn samþykktur, sveitarstjóri mætir á aukaaðalfund Skólaskrifstofunnar.
6. Bréf:
a. Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið.
Samþykkt að veita Borgarfjarðarhreppi styrk að upphæð 3.000.000 kr. Vegna verkefnisins Hönnun þjónustuhúsa við Hafnarhólma
Hreppsnefndin þakkar styrkveitinguna, og ætlar að bjóða arkítekt á næsta fund til að fara yfir hönnunarferlið.
b. Styrktarsjóður EBÍ, auglýsing á styrkjum vegna sérstakara framfaraverkefna á vegum aðildarsveitarfélaganna.
7. Fundargerðir:
a. Skólaskrifstofa framkvæmdastjórn 17.02.2015, lögð fram til kynningar.
b. Skólanefnd 23.02.2015, lögð fram til kynningar.
c. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 11.02.2015, lögð fram til kynningar.
d. Hafnarsamband Íslands 13.02.2015, lögð fram til kynningar.
e. HAUST 12.02.2015, lögð fram til kynningar.
8. Erindi frá Mast um útigöngufé í Loðmundarfirði.
Matvælastofnun leitar aðstoðar Borgarfjarðarhrepps við handsömun flutning og vörslu fjár sem er umhirðulaust í Loðmundarfirði. Borgarfjarðarhreppur mun aðstoða Mast við lausn þessa máls enda þarfnast það skjótra viðbragða.
9. Skýrsla sveitarstjóra
Ákveðið að kaupa lausan gám sem snyrtingu við höfnina.
Fundi slitið 1900
Jón Þórðarson ritaði
Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningasjóð er til 1. apríl