Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

4. fundur 16. febrúar 2015

Mánudaginn16. febrúar 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 4. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Greinargerð KPMG vegna Fjarðarborgar

Eftir ábendingu frá endurskoðanda verður Fjarðarborg B hluta fyrirtæki, rekstrarformið breytist úr félagasamtök í stofnun sveitarfélags.

2. Héraðsskjalasafn, styrkumsókn vegna ljósmyndavefs

Borgarfjarðarhreppur tekur jákvætt í erindið enda verði lögð fram kostnaðaráætlun um verkið og kostnaðarskiptingu milli sveitarfélagana.

3. Fasteignagjöld 2015

Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af Vinaminni 50%.

4. Bréf:

a. Um Almannavarnanefnd Múlaþings 03.02.2015

Bréf um almannavarnanefndir á Austurlandi, rætt og lagt fram til kynninngar.

5. Fundargerðir:

a. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 30.01.2015, fundargerðinn lögð fram til kynningar.

b. Skólanefnd 05.02.2015

Helgi Hlynur vakti athygli á hugsannlegu vanhæfi sínu, hafnað með fjórum atkvæðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar og rædd.

6. Skýrsla sveitarstjóra

Erindi frá Skólannefnnd er varðar baðaðstöðu og rekstrarfé skólans. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Staðgreiðsla 2014 uppgjör kr. 40.872.219. Rætt um sumarvinnu unglinga. Rætt um að halda fræðslufund um orkumál.

Fundi slitið 1920

Jón Þórðarson

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?