Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 19. janúar 2015

Mánudaginn 19. janúar 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 2. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Atvinnumál í Borgarfjarðarhreppi

Rætt um atvinnumál á Borgarfirði og ýmsar hugmyndir kynntar, m.a. byggingafélag og fjárfestinngasjóður. Sveitarstjóra falið að kanna grundvöll slíkrar starfsemi.

 

2.Umsókn um Víkurnes.

Borist hefur umsókn frá Elísabetu D. Sveinsdóttur, samþykkt að leigja henni íbúðina enda hafi hún lögheimili á Borgarfirði.

 

3.Samráðsvettvangur um sóknaráætlun Austurlands, tilnefning fulltrúa.

Arngrímur Viðar Ásgeirsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Jón Þórðarson til vara.

 

4.Skýrsla sveitarstjóra, minnst á aðalskipulag og álagningu fasteignagjalda.

Fundi slitið kl. 1905

 

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?