Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

1. fundur 05. janúar 2015

Mánudaginn 5. janúar 2015 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 1. fundar á árinu í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Fjárbeiðni Stígamóta.

Samtökin gera ráð fyrir að heimsækja Austurland hálfsmánaðarlega. Hreppsnefndin samþykkir styrk að fjárhæð kr. 54.000 eða kr. 400 á íbúa.

2. Bréf:

a. HAUST 30.12.2014, um samþykkt vegna fráveitumála.

Kynning á vinnu HAUST við sameiginlega reglugerð um fráveitumál á starfssvæði sínu. Hreppsnefndin fagnar þessari vinnu.

b. Landsnet 18.12.14, kerfisáætlun, lagt fram til kynningar.

3. Fundargerðir:

a. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 12.12.14, fundargerðinn lögð fram til kynningar.

b. HAUST 12.12.14, fundargerðin lögð fram til kynningar.

c. Sambannd ísl. sveitarfélaga 12.12.14, fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra

Rætt um framkvæmdir ársins, viðhald vatnsveitu, framkvæmdir við Fjarðaborg , stíga og vegagerð. Rætt um rafmagns truflannir og nauðsyn á betri tengingu til Njarðvíkur.

Funndi slitið kl: 19.00

Fundargerð ritaði Jón Þórðarson

Getum við bætt efni þessarar síðu?