Þriðjudaginn 16. desember 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 20. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur, Jón og Helga Erla í stað Ólafs. Fundinum var frestað um sólarhring vegna veðurs. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, bæta við lið um málefni Austurbrúar sem verður nr 1. aðrir liðir flytjast aftar, samþykkt samhljóða.
Í upphafi fundar minntist oddviti fyrrverandi hreppsnefndarmanns, Baldurs Guðlaugssonar sem er látinn.
1. Málefni Austurbrúar
Niðurstaða fundar stofnaðila Austurbrúar 12.12.2014 vegna fjárhagserfiðleika lögð fram og eftirfarandi samþykkt:
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að leggja Austurbrú til fé að sýnum hluta svo bjarga megi fjárhag stofnunarinnar þetta er skilyrt því að aðrir stofnaðilar geri slíkt hið sama. Hreppsnefnd leggst gegn því að hróflað verði við Atvinnuþróunarsjóði Austurlands sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna.
2. Skólaskrifstofa Austurlands, tillaga að endurskoðuðum samningi.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að samningi.
3. Fundargerðir:
a. Ársalir frá 04.12.2014
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 01.12.2014
Fundargerðin rædd og enginn athugasemd gerð.
4.Skýrsla sveitarstjóra
Vinna við skólastefnu hafin, vinnublaði dreift.
Fundi slitið kl. 1900 Jón Þórðarson
Ritaði
Íbúðinn Víkurnes 2 er laus til umsóknar, upplýsingar hjá sveitarstjóra