Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 01. desember 2014

Mánudaginn 1. desember 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 19. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1. Fjárhagsáætlun 2015 með þriggja ára áætlun 2016-2018 síðari umræða

Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.

 

Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti

 

Skatttekjur 45.630

Framlög Jöfnunarsjóðs 52.721

Aðrar tekjur 28.689

Tekjur samtals 127.040

 

Gjöld 124.935

Fjármagnstekjur (1.182)

Rekstrarniðurstaða 923

 

Veltufé frá rekstri 10.442

Fjárfesting ársins 15.500

Helstu fjárfestingar eru Fjarðarborg 5 mil. endurbætur á vatnsveitu 3 mil. endurnýjun tækja 3. mil.

Einnig var samþykkt að sú fjárhæð sem ekki gekk út við úthlutun úr atvinnuaukningasjóði árið 2014 bætist við ráðstöfunarfé sjóðsins árið 2015 sem verður þá kr. 2.800.000

 

2. Erindi frá Sýslumanninum á Seyðisfirði.

Beiðni frá Sýslumanninum um færslu á afskriftarreikning að upphæð kr. 66.324. Samþykkt einróma.

3. Bréf:

a. Björgunarsveitin Sveinungi, styrkbeiðni að upphæð kr. 200.000 vegna Tetra fjarskiptagáttar og sendis.

Samþykkt að styrkja kaup á Tetra fjarskiptagátt um kr. 100.000.

b. N4, beiðni um stuðning við þáttagerð. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000 ef af verður.

c. Bergsól, styrkbeiðni vegna fjölföldunar heimildarmyndar um Snorraverkefnið. Beiðninni hafnað.

d. Flugsaga Austurlands, styrkbeiðni. Samþykkt að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð kr. 15.000.

4. Fundargerðir:

a. Skólaskrifstofa Austurlands, skýrsla formanns til aðalfundar, fundargerð aðalfundar 21.11.2014, fundargerð framkvæmdastjórnar 21.11 2014. Lagt fram til kynningar.

b. HAUST 119. fundur 12.11.2014, lögð fram til kynningar.

c. Samband ísl sveitarfélaga nr. 822 21.11.2014, lögð fram til kynningar.

 

5. Skýrsla sveitarstjóra

Þórshamar er sameign ríkis og Borgarfjarðarhrepps 75/25, haft hefur verið samband við menntamálaráðuneytið vegna fyrirsjáanlegs viðhalds. Kostnaðarþáttöku hefur verið hafnað en boðið uppá viðræður um eignahald.

Sveitarstjóra falið að vinna drög að skólastefnu Borgarfjarðarhrepps og leggja fyrir hreppsnefnd.

 

Fundi slitið kl. 19.05

 

Jón Þórðarson ritaði

 

 

 

Undanfarið hefur lausaganga hunda verið áberandi í þorpinu, hundaeigendur eru beðnir að bæta ráð sitt svo ekki þurfa að grípa til aðgerða á grundvelli reglugerðar um hundahald og útgefinnar gjaldskrár.

Getum við bætt efni þessarar síðu?