Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 17. nóvember 2014

Mánudaginn 17. nóvember 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 17. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir: Jakob, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón, Helga Erla í stað Ólafs.

 

1. Fjárhagsáætlun 2015, með þriggja ára áætlun fyrri umræða. Áætlunin rædd, borin upp og samþykkt til annarrar umræðu. Ákveðið að boða til aukafundar milli umræðna til að fara yfir gjaldaliði.

2. Fundargerðir:

a. Skólanefnd 5.11.14

Fundargerðin rædd og samþykkt.

b. Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 21.10.14

Lögð fram til kynningar.

c. Hafnarsamband Íslands 31.10.14

Lögð fram til kynningar.

d. Dvalarheimili aldraðra 22.10.14

Lögð fram til kynningar.

e. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 08.10.14, 03.11.14 og 08.11.14

Lagðar fram til kynningar

 

3. Bréf:

a. Innanríkisráðuneytið 10.11.14.

Um skil á fjárhagsáætlun, frestur er til 15. des.

b. Vatnssýni.

Neysluvatnssýni, frá 4.11.14, stenst gæðakröfur.

 

4. Skýrsla sveitarstjóra

Loðmundarfjörður, rætt um vandamál með fé í Loðmundarfirði.

Vatnsveita, rætt um endurnýjun eldri vatnslagna sem eru aðkallandi.

Þórshamar rætt um eignarhald.

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs hefur tekið að sér að framkvæma þjónustukönnun meðal eldri borgara.

 

Fundi slitið kl. 19.30

 

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?