Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 03. nóvember 2014

Mánudaginn 3. nóvember 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

1. Fjárhagsyfirlit 30.09.2014

Rekstur Borgarfjarðarhrepps er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun.

2. Fjárhagsáætlun 2015

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi þriðjudaginn 11. nóv.

3. Útsvarsprósenta 2015

Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.52% sem er hámarksálagning.

4. Fasteignagjöld 2015

Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 15.000- á íbúð, kr. 10.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 25.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu. Sorpeyðingargjöld: kr. 7.500- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 10.000- FKS kr. 60.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 7.500- á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.35% af fasteignamati að hámarki kr. 15.000- lágmarki kr. 7.000- FKS kr. 35.000- Holræsagjald: 0,17% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,45%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagj. verða 6 á árinu.

5. Fundargerðir:

a. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 09.09.2014

Lögð fram til kynningar

b. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 06.10.2014

Lögð fram til kynningar

c. Hafnarsamband 03.10.2014

Lögð fram til kynningar

d. Staðardagskrárnefnd 16.10.2014

Lúðvík Gústafson mætti á fund nefndarinnar og ræddi framtíðarlausnir í sorpmálum.

e. Brunavarnir á Austurlandi 24.10.2014

Lögð fram til kynningar.

f. Minjasafn Austurlands 28.10.2014

Lögð fram til kynningar.

6. Bréf:

a. Brunabót, ágóðahluti Borgarfjarðarhrepps frá Brunabótafélaginu 2014 er kr. 88.500.

7. Skýrsla sveitarstjóra: Náðst hafa 31 refur og 48 minkar á árinu. Sótt hefur verið um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamála til hönnunar þjónustuhúss við höfnina.

Fundi slitið kl. 2020 Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?