Mánudaginn 20. október 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 14. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Helgi Hlynur og Jón, Bryndís Snjólfsdóttir í stað Arngríms Viðars.
1. Erindi umhverfisnefndar Grunnskóla Borgarfjarðar
Í erindinu er óskað eftir að Borgarfjarðarhreppur komi upp móttöku fyrir notuð föt og skó í samstarfi við Rauðakross íslands.
Samþykkt að hafa samband við Rauðakrossdeild Héraðs og Borgarfjarðar og óska eftir söfnnunarkassa frá Rauðakrossinum.
2. Byggðakvóti 2014/2015
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Vanhæfi Ólafs borið undir atkvæði og samþykkt einróma.
Í bréfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 9. okt. s.l. segir: ,,Vísað er til umsóknar yðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Ráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthluta kvóta til sveitarfélagsins, sem hér segir:
BORGARFJÖRÐUR EYSTRI 101 þorskígildistonn.
Fiskistofa annast úthlutun á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.
3. Innleiðing gæðakerfis byggingafulltrúa
Krafa er um að bygingafulltrúar taki upp gæðastjórnunarkerfi fyrir 1.01.2015. Samþykkt er til að nota kerfi sem heitir Stjórnnkefi byggingafulltrúa og aðlaga það að Borgarfjarðarhreppi.
1. Samgönguáætlun 2015-2018/Hafnaframkvæmdir og sjóvarnir.
Lögð er áhersla á að þær framkvæmdir sem eru inni í núveranndi áætlun verði þar áfram. Þetta á bæði við um úrbætur í hafnarmálum og sjóvörnum.
5. Fundargerðir:
a. Stjórn Sambands ísl. sveitaarfélaga 24.09.2014
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð aðalfundar HAUST 1.10.2014
Fundargerðinn lögð fram til kynningar.
2. Bréf:
a. Þjóðskrá/ Fasteignamat 2015
Áminninng til sveitarfélaga um að tilkynna breytingar tímanlega.
b. Skógræktarfélag Íslands
Áskorun frá Skóræktarfélagi Íslands um að nýta lúpínubreiður til skógræktar.
3. Skýrsla sveitarstjóra:
Unnið er að áætlun um viðhald Fjarðarborgar. Skemmtiferðaskipið Albatros hefur boðað komu sína til Borgarfjarðar 16 júní.
Fundi slitið kl. 19.00
Jón Þórðarson ritaði