Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 06. október 2014

Mánudaginn 6. október 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 13. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1. Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar mætti á fundinn

Ásamt Maríu Hjálmarsdóttur og sögðu frá starfsemi Austurbrúar og áætlunum næsta árs.

2. Ársalir. Samningur um byggðasamlag

Hreppsnefnd hefur ekkert við samninginn að athuga, samþykktur einróma.

3. Fulltrúi í samgöngunefnd SSA

Jakob Sigurðsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Helgi Hlynur Ásgrímsson til vara. Samþykkt einróma.

4. Umsókn í Atvinnuaukningasjóð

Umsókn frá Birni Gíslasyni vegna kaupa á smágröfu, samþykkt að veita Birni umbeðna upphæð kr. 600.000. Sveitarstjóra falið að ganga frá láninu samkv. reglum sjóðsins.

5. Fundargerðir:

a. Jafnréttisnefnd frá 11.09.2014

Hreppsnefnd fagnar því að jafnréttisnefnd hefur tekið til starfa, og hefur ekkert við fundagerðina að athuga.

b. Stjórn Minjasafns Austurlands 11.09.2014

Fundargerðinn lögð fram til kynningar

c. Hafnarsamband Íslands 3.09.2014

Lögð fram til kynningar

d. Stjórn SSA 11.09.2014

Lögð fram til kynningar.

e. Staðardagskrárnefnd 18.09.2014

Fundargerðin rædd og samþykkt.

f. Skólanefnd 1.10.2014

Fundargerðin rædd og samþykkt.

 

6. Skýrsla sveitarstjóra:

Beiðni frá almannavarnanefnd Múlaþing um fjárframlag vegna búnaðar í stjórnstöð, verður tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Sameiginnlegt erindi með nágrannasveitarfélögum verður sent Fjárlaganefnd. Rætt um lengda viðveru/frístundaheimili í tengslum við grunnskólann.

 

Fundi slitið kl. 20.10

Jón Þórðarson ritaði

 

 

Minnt er á íbúafund og menntaþing nk. laugardag

Getum við bætt efni þessarar síðu?