Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

12. fundur 15. september 2014

Mánudaginn 15. september 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1. Byggðakvóti 2014/2015

Ólafur Hallgrímsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, það var fellt í atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

 

2. Rekstraryfirlit sex mánaða

Reksturinn er í samræmi við áætlanir.

 

3. Fundargerðir:

a. Dvalaheimili aldraðra 09.09.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar

b. 118. Fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands 03.09.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar

c. Fundargerð Samgöngunefndar SSA 5.09.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar

 

4. Bréf:

a. Fundarboð. Aðalfundur HAUST 2014

Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps verður Bjarni Sveinsson

b. Mannvirkjastofnun. Tilögur að reglugerð um starfsemi slökkvuliða.

Farið hefur verið yfir tillögurnar, athugasemdir verða gerðar í samráði við Brunavarnir á Austurlandi

c. Héraðsskjalasafn. Drög að fjárhagsáætlun 2015

Verður afgreidd við gerð fjárhagsáætlunar

 

5. Skýrsla sveitarstjóra:

Framkvæmdir Vegagerðar við Bakkaá og Jökulsá verða í næsta mánuði. Styrkfé vegna Víknaslóða var nýtt til betrumbóta á slóð í Hvítserk. Kortlagning á auðlindum ferðaþjónustunnar er hafin Arngrímur Viðar tekur þátt í verkefninu fyrir Borgarfjarðarhrepp.

 

Fundi slitið kl. 1900

Jón Þórðarson ritaði

 

Umsóknarfrestur í Atvinnuaukningasjóð er 1. okt.

Getum við bætt efni þessarar síðu?