Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

11. fundur 01. september 2014

Mánudaginn 1. september 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 11. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.

 

1. Erindi frá Matvælastofnun um sauðfé í Loðmundarfirði

 

Íbréfinu segir ma:

 

„Vegna ítrekaðra ábendinga um vanhirt fé í Loðmundarfirði undanfarna vetur fór eftirlitsaðili Matvælastofnunar í eftirlitsferð í fjörðin í maí síðastliðnum. Eftirlitsmaður staðfesti að töluvert væri bæði af ómerktu og merktu sauðfé í firðinum, þó aðallega ómerktu. Sauðféð var í mismunandi ástandi en þó erfitt að gera sér greinfyrir holdafari fullorðna fjársins þar sem að það hafði greinilega ekki verið rúið í einhvern tíma og þó nokkrar voru í mörgum reifum. Miðað við talningar út frá myndum sem að teknar voru í eftirlitsferðinni má gera ráð fyrir að á skoðunardegi hafi sést u.þ.b. 100 fjár.“

 

Ennfremur:

„Eftirlitsferð þessi sýndi greinilega að sauðfjárhald í Loðmundarfirði samræmist ekki lögum um dýravelferð nr. 55/2013, reglugerð um eftirlit með aðbúnaði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annarra afurða þeirra nr. 60/2000 eða reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012. Brot varða greinar 14, 22, 23 og 29 í lögum nr. 55/2013, greinar 4, 5 og 7 í reglugerð nr. 60/2000 og greinar 4 og 9 í reglugerð nr. 916/2012. Matvælastofnun gerir því nú eftirfarandi kröfur tilBorgarfjarðarhrepps.

Allt ómerkt sauðfé sem smalað er úr Loðmundarfirði fari beint í slátrun haustið 2014“

 

Borgarfjarðarhreppur mun leitast við að verða við kröfum Matvælastofnunar.

 

2. Fundargerðir

a. Skólanefnd 15.08.2014

Með fundargerð fylgir skóladagatal/starfsáætlun skólaársins sem hreppsnefnd samþykkir einróma.

b. Stjórn SSA fundur nr.8 26.08.2014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c. Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Skýrsla sveitarstjóra

Rætt um sjálfbærni og leiðir til aukinar meðvitundar þar um.

Vegagerðin mun í haust skipta um brú á Bakkaánni og Jökulsánni. Eitthvað verður unnið í Víknaslóðum.

Nú hefur svo verið um nokkurt skeið að Borgarfjörður eystri er eini þéttbýliskjarni á Íslandi sem ekki hefur tengingu með bundnu slitlagi við aðra þéttbýlisstaði, eftir standa u.þ.b. 28 km. Hreppsnefnd beinir því til samgönguyfirvalda að borgfirðingar verði ekki skyldir útundan lengur en til 2020, enda varðar slíkt við eineltisáætlanir.

 

Fundi slitið kl. 1915

Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?