Þriðjudaginn 5. ágúst 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 10. fundar í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
1. Fjallskil 2014
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.
Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði með svipuðu sniði og undanfarin haust.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.
2. Samningur um refaveiðar 2014-16
Fyrir liggur samnigsuppkast um endurgreiðslu vegna refaveiða frá Umhverfisstofnun. Einróma samþykkt að ganga að tilboðinu.
3. Fjarðarborg
Rætt um viðhaldsþörf og rekstur Fjarðarborgar. Fyrst um sinn heyrir reksturinn undir hreppsnefnd. Sveitarstjóra falið að undirbúa áætlun um viðhald og tekjur hússins fyrir fjárhagsáætlunarvinnu. Gerð verður úttekt á ástandi hússins.
4. Fundargerðir:
a. 128. fundur Félagsmálanefndar 9. júlí 2014 lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð 817. fundar Samband ísl. Sveitarfélaga, lögð fram til kynningar.
c. Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 08.07.2014, lögð fram til kynningar.
5. Bréf:
Samband ísl. sveitarfélaga.
Ályktanir 9. Fundar sveitarstjórnavettvangs EFTA um loftslags- og orkumál og málefni norðurslóða.
Undir þessum hatti eru eru áhugaverðir þættir fyrir Borgarfjarðarhepp.
6. Skýrsla sveitarstjóra:
Fundur um orkumál á haustdögum er í undirbúningi.
Rætt um frekari flokkun og vinnslu á sorpi og kanna hvar sveitarfélagið stendur gagnvart umhverfisvottun.
Flestum framkvæmdum lokið, en stefnt að málningu Hólmastigans í haust.
Jón Þórðarson ritaði
fundi slitið 1900