Mánudaginn 7. júlí 2014 kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu. Fundurinn er 9. fundur sveitarstjórnar á árinu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Arngrímur Viðar, Helgi Hlynur og Jón.
1. Ráðningarsamningur við sveitarstjóra
Jón Þórðarson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Fyrirliggjandi samningur staðfestur.
2. Erindi frá Eyrúnu Hrefnu 22.05.2014
Sótt um styrk til tækjakaupa vegna lokaverkefnis í hagnýtri menningarmiðlun. Hreppsnefnd sér sér ekki fært að veita styrki en vill skoða möguleika á fjármagni til nemendaverkefna tengdum sveitarfélaginu við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
3. Beiðni um stuðning við starf Hróksins
Erindinu hafnað.
4. Gjaldskrá Brunavarna á Austurlandi
Samþykkt einróma.
5. Erindi frá sýslumanni um tækifærisleyfi til tónleikahalds í Bræðslunni
Hreppsnefnd hefur ekkert við leyfið að athuga.
6. Erindi frá Álfheimum.
Argrímur Viðar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Óskað er eftir leyfi til reynslu til staðsetningar veitingavagns á tjaldstæði og eða við Hafnarhólma. Leyfið samþykkt, nánari satsetning í samráði við sveitarstjóra.
7. Fundargerðir:
a. Stjórn SSA nr. 6 06.05.2014 og nr. 7 10.06.2014
Lagðar fram til kynningar
b. Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30.04.2014
Lögð fram til kynningar
c. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 12.05.2014
Lögð fram til kynningar
d. 127. Fundur Félagsmálanefndar 14.05.2014
Lögð fram til kynningar
e. Stjórn Brunavarna á Austurlandi 13.05.2014 og 23.06.2014
Lagðar fram til kynningar
f. Haust 25.06.2014
Lögð fram til kynningar
8. Bréf:
a. Stuðningur við starfsemi svæðisbundinna miðla 15.05.2014
Bréf frá Sverri Mar Albertsyni og Tjörva Hrafnkelssyni um stuðning við svæðisbundna miðla. Hreppsnefnd hefur fullan skilning á mikilvægi svæðisbundinna fjölmiðla og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að nýta þá.
b. Fjármál sveitarfélaga Innanríkisráðuneytið 12.06.2014 og 18.06.2014.
Erindi um fjármálastjórn sveitarfélaga og viðauka við fjárhagsáætlanir. Hreppsnefnd tekur innihald bréfanna til eftirbreytni.
9. Skýrsla sveitarstjóra:
Arngrímur Viðar verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps í svæðisbundin samráðshóp um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu.
Tvö sumarstörf námsmanna eru styrkt af Vinnumálastofnun. Borgarfjarðarhreppur fær úthlutað 1.500.000 þúsund kr. til styrkvega af vegafé.
Stefnt að vinnu við endurskoðun aðalskipulags frá haustinu.
Rætt um möguleika til lækkunar orkukostnaðar og aukinnar sjálfbærni í orkumálum. Stefnt að fundi með Orkusetri og öðrum í haust.
Þörf er á úttekt á atvinnumálum svo sem fjölda og dreifingu starfa og samantekt á hugmyndum um ný atvinnutækifæri, sveitarstjóra falið verkið.
Jón Þórðarson
ritaði
Fundi slitið kl. 2020