Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

7. fundur 05. maí 2014

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2014 mánudaginn
5. maí kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón

1. Samorka, boð um að gerast aðili að samtökunum
Hreppsnefnd sér ekki tilgang í að þekkjast boðið.

2. Kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga
Kjörskrárstofn hefur ekki borist, hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að yfirfara

3. Samþykktir fyrir Ársali. (Áður Dvalarheimili aldraðra)
Eftir umræður voru samþykktirnar bornar upp og samþykktar einróma. Hlutur
Borgarfjarðarhrepps í félaginu er 7,2%
Ákveðið að hækka þóknun til hreppsnefndarmanna um kr. 2.000 og verða hún þá kr.
10.000 . Breytingin tekur gildi við upphaf nýs kjörtímabils.
a. Stjórn Dvalarheimili aldraðra 10.04.2014
b. 126. fundur Félagsmálanefndar
d. Aðalfundur Minjasafns Austurlands 11.04.2014
e. Samgöngunefnd SSA 7.04.2014
f. Samband ísl. sveitarfélaga 10.04.2014
Fundargerðir a. til f. lagðar fram og ræddar.

Vinnuskólinn hefst 18. júní og er ungmennum á aldrinum 13 til 16 ára bent á að skrá sig
hjá sveitarstjóra. Íbúar eru hvattir til að hreinsa til eftir veturinn svo sem venja hefur
verið og er bent á að hafa samband við starfsemenn áhaldahúss ef þörf er á aðstoð við að

Kristjana óskaði eftir svohljóðandi bókun:
Þar sem ég hef ákveðið að nýta þann rétt minn að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi
setu í Hreppsnenfd vil ég þakka Borgfirðingum samstarfið síðustu 12 ár.

Oddviti þakkaði hreppsnefndarmönnum samstarfið á kjörtímabilinu.
Fundi slitið kl: 18

Kristjana Björnsdóttir
ritaði


Getum við bætt efni þessarar síðu?