Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

4. fundur 03. mars 2014

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2014 mánudaginn 3. mars kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs.

1. Tilboð í styrkingu brimvarnar við Hafnarhólma
Tilboð voru opnuð 25. febrúar og er um að ræða hækkun og styrkingu á 55 m. kafla á brimvörn við Hafnarhólma. Þrjú tilboð bárust í verkið Þ. S. verktakar ehf. buðu 13.966.218,Ylur ehf.,13.952.970 og Héraðsverk ehf. 11.430.900 áætlaður verktakakostnaður
er kr. 9.267.000. Hreppsnefnd leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.

2. Umsókn um styrk vegna útgáfu bókar með ljóðum Bjarna Steinssonar
Þeir bræður frá Ásgarði, Guðmundur Ingi og Ragnar, sækja um styrk til útgáfu á ljóðum Bjarna en útgáfan er í samstarfi við Félag ljóðaunnenda á Austurlandi. Borgarfjarðarhreppur mun styrkja útgáfuna um kr. 150 þúsund.

3. Tilnefning í stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
Stjórn SSA óskar eftir tilnefningum, hreppsnefnd leggur til að Björn Aðalsteinsson taki sæti í

4. Fundargerð stjórnar SSA 4. 02. 2014
Fundargerðin lögð fram til kynningnar

Ákveðið að kaupa WC gám sem viðbót við snyrtingarnar á tjaldstæðinu. Gámurinn verður

Fundi slitið 18.30 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. apríl

Getum við bætt efni þessarar síðu?