Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 17. febrúar 2014

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2014 mánudaginn 17. feb. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Líkamsrækt og heilsuefling á Borgarfirði:
Erindi frá Ungmennafélagi Borgarfjarðar og Framfarafélagi Borgarfjarðar. Félögin lýsa áhuga sínum á því að koma upp líkamsræktaraðstöðu á Borgarfirði og auka þannig lífsgæði íbúanna.

Í erindinu segir m.a. ,,Í viðræðum okkar á milli höfum við séð þessa aðstöðu fyrir okkur í norðurstofunni í Fjarðarborg og viljum við kanna möguleikana á því að koma þessari aðstöðu upp hið fyrsta í samstarfi við sveitarfélagið.“

Hreppsnefndin fagnar áhuga félaganna á heilsueflingu í sveitarfélaginu, en telur að öll gögn varðandi umsjón, rekstur og umfang rekstrar vanti til að hægt sé að ráðstafa húsnæði undir starfsemina að svo stöddu.

2. Bréf:
a. Þokustígur: Í bréfi frá 6. febrúar er varðar þokustíg á Borgarfirði kalla Ívar Ingimarsson, Hafliði Hafliðason og Hilmar Gunnlaugsson eftir því ,,1. Hvort vilji sé til að stuðla að gerð þokustígs/stíga innan sveitarfélagsins og ef svo 2. tilnefna einstakling sem yrið tengiliður við undirrrtaða vegna verkefnisins ...“

Hreppsnefnd vísar erindinu til Ferðamálahóps Borgarfjarðar.

b. Styrktarsjóður EBÍ 2014
Borgarfjaðarhreppur hefur rétt á að sækja um styrk í sjóðinn til ,,sérstakra framfaraverkefna.“ Íbúar sem hafa hugmyndir að verkefni geta komið þeim á framfæri við sveitarstjóra fyrir 14. mars.

c. Samstarf sveitarfélaga um rafræna reikninga
Bréfið er ósk um að Borgarfjarðarhreppur taki upp sendingar á rafrænum reikningum. Þar sem bréfið er hvorki dagsett né undirritað er því vísað frá.

a. Inkasso. Varðar beiðni um samstarf í innheimtu.
Erindinu hafnað.

3. Fundargerðir:
a. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns . 11. 02. 14
b. Aukaaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30. 01.14
c. Stjórn Minjasafns Austurlands 07.02.14
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um leiðir til úrbóta varðandi hreinlætisaðstöðu um Bræðsluhelgina.


Fundi slitið kl: 18.55 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?