Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 03. febrúar 2014

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2014 mánudaginn 03. feb. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, og varamaðurinn Bjani Sveinsson, Ólafur og Kristjana boðuðu forföll.

Athugasemd hefur verið gerð við síðustu fundargerð nr. 1. 2014 fyrsta lið „Þá kallaði hún eftir því að hreppsnefnd marki skólastefnu fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar eins og skylt er samkvæmt lögum“ Þetta átti að vera ... marki skólastefnu fyrir sveitarfélagið osfrv. Leiðréttist þetta hér með.

1. Heilsugæsla á Borgarfirði
Borgarfjörður eystri er sjálfstætt sveitarfélag og nútíma samfélag eins og hvert annað á landinu. Hluti af þeirri þjónustu sem veitt er í nútíma samfélögum er heilbrigðisþjónusta. Heilbrigðisþjónusta á Borgarfirði heyrir undir HSA.

Atvinnuhættir og landfræðileg lega staðarins er þannig að ekki er alltaf hægt að vera í daglegum tengslum við nágrannabyggðarlagið. Öryggissjónarmið samfélaga segja til um að þar skuli vera aðgangur að lágmarks heilbrigðisþjónustu.
13. jan. 2009 barst bréf frá forstjóra HSA þar sem hann tilkynnir sveitarstjórn að HSA hafi ákveðið að leggja af ferðir lækna á Borgarfjörð frá og með 1. febrúar 2009, en vitjunum þangað verður sinnt sem áður. Sama dag og sveitarstjórn barst bréfið fengu
íbúar á Borgarfirði sambærilega tilkynningu frá HSA í pósti.Frá þessum tíma hefur ekki verið læknir til viðtals á Borgarfirði. Sú heilbrigðisþjónusta sem er til staðar er hjúkrunarfræðingur í breytilegu stöðuhlutfalli, síðustu ár í 60% starfi.

Nú í desember er hjúkrunarfræðingnum á Borgarfirði tilkynnt af sínum yfirmönnum að starfið verði minnkað úr 60% í 40% frá 1. mars 2014 eða um 33 %. Enn og aftur sér ekki HSA ástæðu til að ræða við sveitarstjórn um þessa þjónustu. HSA er ríkisstofnun á ábyrgð ráðherra, það er mikið vald sem stofnuinni er fært ef hún getur á eigin spýtur lagt af þjónustu í einstökum byggðarlögum og þar með vegið að grunnstoðum samfélaga.

Hreppsnefnd Borgarfjarðar ætlast til þess að þessi síðasta ákvörðun verði endurskoðuð ef ekki af HSA þá af til þess bærum yfirvöldum.

2. Fundargerðir
Fundargerð 124. fundar Félagsmálanefndar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Skýrsla sveitarstjóra
Viðgerð Hólmagarðs verður væntanlega boðin út 10. feb. Borist hefur bréf um líkamsrækt og heilsueflingu sem tekið verður fyrir á næsta fundi.


Fundi slitið kl: 18.00 Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?