Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2014 mánudaginn 20. jan. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur
1. Málefni Grunnskólans skólastjóri mætir á fundinn
Svandís Egilsdóttir upplýsti hreppsnefnd um heimsókn Brunavarna í skólann og hvaða úrbóta er þörf. Þá kallaði hún eftir því að hreppsnefnd marki skólastefnu fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar eins og skylt er samkvæmt lögum. Þá upplýsti Svandís hreppsnefndarmenn um ýmislegt er varðar skólastarfið.
2. Málefni safnahúss á Egilsstöðum
Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga boðar til auka aðalfundar 30. janúar kl. 13 þar sem fyrir verður tekið breytt eignarhald á hlut safnsins í húseigninni að Laufskógum 1. Hreppsnefnd Borgarfjaðarhrepps heimilar stjórn Héraðsskjalasafnsins að afsala
hlut Borgarfjarðarhrepps til Fljótsdalshéraðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Jón Þórðarsson verður fulltrúi.
3. Fjarðarborg eignahaldsbreyting
Fyrir liggja undirrituð afsöl frá UMFB og Kvenfélaginu Einingunni þar sem félögin afsala eingarhlutum sínum í Fjarðarborg til Borgarfjararhrepps. Hreppsnefndin samþykkir að veita eignarhlutunum viðtöku og felur oddvita og sveitarstjóra að undirrita
gögnin fyrir sína hönd.
4. Fundargerðir: a) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga 06.01.2014 b) Skólanefnd
grunnskólans frá 07.01.2014 c) Samband ísl. Sveitarfélaga nr. 811 d) SSA 10.12.2013 Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra:
Frárennslið frá rotþrónni við Blábjörgi hefur verið lagfært og frekari lagfæringar verða gerðar í sumar. Verið er að undirbúa viðgerð á Hólmagarði. Rætt um stöðu heilbrigðisþjónustu á Borgarfirði og niðurskurð sem boðaður hefur verið. Hreppsnefnd
lítur málið mjög alvarlegum augum.
Fundi slitið kl: 19.15 Kristjana Björnsdóttir
ritaði