Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

21. fundur 16. desember 2013

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 21. fundar á árinu 2013 mánudaginn 16. des. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson,

1. Útsvarsprósenta 2014 endurákvörðun
Innanríkisráðuneytið hefur í samráði við Samband Íslenskra Sveitarfélaga vakið athygli á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga vegna tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Þar er heimilað að leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 hækki um 0,04% úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatta lækki til samræmis við það, þannig að ekki komi til Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir einróma að útsvar í Borgarfjaðarhreppi verði 14.52% með þeim fyrirvara að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.

2. Samningur um Atvinnuþróunarsjóð Austurlands
Samningurinn samþykktur með 2 atkvæðum þeirra Jóns Þórðarsonar og Jakobs, Jón Sigmar og Ólafur sátu hjá, Kristjana greiddi atkvæði á móti og bókaði eftirfarandi:
Í 3. grein samningsins segir m.a. ,,.....Skal framlagið vera ákveðin krónutala á hvern íbúa í sveitarfélaginu og gilda í fjögur ár í senn. Krónutala skal ákveðin á aðalfundi SSA....“ og í 6.grein ,,Kostnaður vegna umsýslu Austurbrúar með sjóðnun skal greiddur úr honum. Skal umsýslugjald þó aldrei vera hærra en sem nemur 20% af árlegu framlagi í sjóðinn“ Í ljósi
þessa tel ég mér ekki fært að framselja vald Borgarfjarðarhrepps ótímabundið til SSA hvað fjárútlát varðar annarsvegar og hinsvegar blöskrar mér að Austurbrú taki 200 þúsund krónur

3. Erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
EFS óskar eftir upplýsingum um með hvaða hætti sveitarstjórn stýrir og hefur eftirlit með fjármálum sveitarfélagsins frá mánuði til mánaðar. Sveitarstjórn fer yfir fjárhagsstöðu sveitarféalsins ársfjórðungslega og ber stöðuna saman við gildandi fjárhagsáætlun.

a) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga nr. 9 og 10

b) Fundargerð samgöngunefndar SSA, 28.11.2013

c) Stjórn SSA nr. 3, 10.12.2013

d) Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 21.11.2013

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Í undirbúningi er viðgerð á Hólmagarði en talsvert sér á honum undan ágangi sjávar.
Hreppsnefnd lýsir áhyggum vegna stöðu löggæslumála á Austurlandi og hversu torvelt virðist
fyrir Borgfirðinga að fá lögreglu til að koma á staðinn þó brýna nauðsin beri til.

Fundi slitið kl: 18.40 Kristjana Björnsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?